Nýjast á Local Suðurnes

Óvæntur sigur FSu í Keflavík

Earl Brown Jr. var rekinn frá Keflavík þrátt fyrir að hann hafi skorað 25 stig að meðaltali í leik og tekið 12 fráköst

Keflvíkingar töpuðu sínum öðrum leik í röð þegar lið FSu heimsótti TM-höllina, lokatölur 100-110. Keflvíkingar deila því toppsætinu með KR-ingum en bæði lið hafa 14 stig.

það var fyrst og fremst stórleikur Chris Woods fyrir FSu sem tryggði liðinu sigurinn, hann skoraði 36 stig og tók hvorki meira né minn en 30 fráköst.

Earl Brown var stigahæstur í liði Keflavíkur með 30 stig en Reggie Dupree og Magnús Þór Gunnarsson komu næstir með 19 stig hvor.