Nýjast á Local Suðurnes

Enginn Suðurnesjamaður á topplista Eurobasket – Haukur og Jón á bekknum

Einn stærsti körfuknattleiksvefur heims, Eurobasket.com, hefur valið úrvalslið og lista yfir bestu menn Dominos-deildarinnar fyrir keppnistímabilið sem var að renna sitt skeið. Óhætt er að segja að listi Eurobasket sé frábrugðin því sem mátti sjá á lokahófi KKÍ á dögunum, en enginn Suðurnesjamaður er á meðal bestu leikmanna ársins að mati vefmiðilsins virta.

KR-ingurinn Michael Craion er samkvæmt lista Eurobasket besti maður úrslitakeppninnar, leikmaður ársins og varnarmaður ársins. Eini leikmaðurinn á listanum yfir bestu menn í hverri stöðu fyrir sig, sem ekki er leikmaður KR, er Þórsarinn Ragnar Nathanaelsson, en hann var valinn miðvörður ársins.

Eurobasket valdi einnig lið ársins en það er skipað þeim Pavel Ermolinski og Michael Craion úr KR, Al’Lonzo Coleman og Justin Shouse úr Stjörnunni og fyrrnefndum Ragnari. Haukur Helgi Pálsson og Jón Guðmundsson komast þó á bekkinn hjá liði ársins, eða í svokallað 2nd team.

Þá völdu strákarnir og stelpurnar hjá Eurobasket lið ársins, sem einungis er skipað innlendum leikmönnum, leikmaður ársins hjá KKÍ, Haukur Helgi, kemst heldur ekki í það lið en Grindvíkingurinn Jón Guðmundsson kemst þó á þann lista.