Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla handtók vopnaða handrukkara

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hand­tók ný­verið tvo af þrem­ur mönn­um sem reyndu að brjót­ast inn í íbúð. Ann­ar þeirra var vopnaður sprautu og hníf en talið er að menn­irn­ir hafi ætlað að inn­heimta fé af fólki sem býr í hús­inu.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá lög­regl­unni voru fíkni­efni í spraut­unni auk þess sem annar mannana var með  butterfly hníf í vas­an­um. Hinn var með bar­efli falið inn­an klæða. það er mbl.is sem greinir frá þessu en þar kemur einnig fram að mennirnir teldu íbúa hús­næðis­ins, sem þeir hugðust kom­ast inn í, skulda sér pen­inga.