Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar verðlauna nýliða í landsliðum

Grindvíkingar sem keppa sína fyrstu landsleiki eru verðlaunaðir við kjör íþróttamanns og íþróttakonu ársins á gamlársdag. Á síðasta ári kepptu fjórar stúlkur sína fyrstu landsleiki, ein í knattspyrnu og þrjár í körfubolta.

Dröfn Einarsdóttir lék með 10 landsleiki með U17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu og skoraði í þeim 1 mark. Hrund Skúladóttir lék 5 landsleiki með U15 ára landsliði Íslands í körfubolta. Halla Emilía Garðarsdóttir
lék einnig 5 landsleiki með U15 ára landsliði Íslands í körfubolta. Þá lék Viktoría Líf Steinþórsdóttir sömuleiðis 5 leiki með U15 ára landsliði Íslands í körfubolta.
Mynd: Frá vinstri: Viktoría Líf, Halla Emilía, Hrund og Dröfn.