Nýjast á Local Suðurnes

Gamalt og gott: Sibbi tekur Let´s Twist again – Myndband!

Sigurbjörn Arnar með starfsfólki WOW-air á góðri stund.

Á föstudögum er um að gera að koma sér í gírinn og það snemma – Og hvað er betur til þess fallið en flott og hressileg tónlist? Á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Sigurbjörn Arnar Jónsson flytja hinn stórskemmtilega slagara Let´s twist again eftir tónlistarmanninn Chubby Checker.

Sigurbjörn, eða Sibbi, eins og hann er jafnan kallaður, hefur það að atvinnu að skutlast með starfsfólk WOW-air til og frá vinnu, en kappinn er einnig liðtækur söngvari og hefur oftsinnis komið fram og sungið tónlist, aðalega eftir Elvis Presley – En hér spreytir hann sig á Let´s Twist again í fyrsta skipti.

Fyrir neðan er svo að finna upprunalegu útgáfu lagsins og það er nokkuð ljóst að Sibbi gefur meistaranum ekkert eftir.