Nýjast á Local Suðurnes

Margar tilkynningar vegna jarðskjálfta

Veðurstofunni hafa borist allmargar tilkynningar frá fólki sem hefur orðið vart við stærri skjálfta í jarðskjálftahrinu sem gengið hefur yfir á Reykjanesi síðan í gærmorgun.

Stærstu skjálftarnir, sem hafa verið á bilinu 3,0 – 3,7 hafa fundist vel í byggð í Grindavík og í öllum hverfum Reykjanesbæjar. Þá hafa þeir öflugustu einnig fundist greinilega á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel á Akranesi.

Yfir 400 jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu á þessu tímabili, en skjálftar eru algengir á þessu svæði. Árið 2017 urðu þarna um 600 skjálftar dagana 25. – 27. júlí, þar sem stærsti skjálftinn mældist 4,0, segir á vef Veðurstofunnar.