Nýjast á Local Suðurnes

Leigugreiðslur hækka mikið nýti fólk úrræði leigufélaga

Leigufélögin Alma og Heimavellir bjóða viðskiptavinum upp á að fresta hluta af leigugreiðslum og hjá Heimavöllum stendur til boða að fresta hluta af leigugreiðslum. Þeim greiðslum sem er frestað má svo dreifa á allt að 24 mánuðum hjá báðum félögunum.

Bæði félögin bjóða uppá að lækka leigugreiðslur tímabundið um að hámarki helming umsaminnar leigu. Greiðsludreifingin er leigutökum að kostnaðarlausu og án vaxta.

ASÍ hefur tekið saman leigukostnaðinn eftir að úrræði leigufélaganna tveggja hafa verið nýtt og birt á vef sínum. Þar kemur fram að leigugreiðslur eftir frestunartímabil verða töluvert hærri en fyrir. Sé t.a.m. helmingi leigu frestað í 6 mánuði og þeirri frestun svo að þeim tíma liðnum dreift á 24 mánuði þýðir það 12,5% hækkun leigu á því tímabili. Ef frestuninni er dreift á 12 mánuði hækkar leigan um 25% á meðan frestunin er greidd upp.