Nýjast á Local Suðurnes

Fólk noti andlitsmaska á heilsugæslunni

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vekur athygli á því að þar sem inflúensan er farin að gera vart við sig eru nú komnir andlitsmaskar í afgreiðslu HSS.

Skjólstæðingar sem eru með hósta og kvefeinkenni eru beðnir að setja þá á sig áður en þeir fara á biðstofuna til að minnka líkur á smiti.

Þá er fólk hvatt til þess að fylgjast með tilkynningum frá stofnuninni á Facebook til að fá tilkynningar og fréttir úr starfi stofnunarinnar.