Nýjast á Local Suðurnes

Húsnæðislaust Pílukastfélag Reykjanesbæjar á að halda Íslandsmót í desember

Pílufélag Reykjanesbæjar hefur á undanförnum árum verið með aðstöðu við Hrannargötu í Reykjanesbæ og haldið úti öflugu starfi. Húsnæðið hefur nú verið selt og stefnir allt í að Pílufélagið, sem hefur tekið að sér að halda Íslandsmót unglinga í desember 2016 og er með öflugt íþróttastarf í gangi verði húsnæðislaust á næstunni.

Félagar í klúbbnum hafa unnið mikla sjálfboða vinnu og lagt eigið fé í framkvæmdir til að húsnæðið hafi nýst sem skyldi.

Málið var tekið fyrir á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar á dögunum. Þar kom fram að ráðið sé afar ánægt með starfsemi Pílufélagsins, en hafi ekki lausn á húsnæðisvandanum. Ráðið hvetur hinsvegar Pílufélagið að hefja viðræður við nýja eigendur að Hrannargötu 6.