Nýjast á Local Suðurnes

Reynslumikill markvörður til Grindavíkur

Grindavík hefur gert tveggja ára samning við markmanninn Vladan Djogatovic.  Vladan er Serbi og kemur frá liðinu FK Javor í Serbíu.

Djogatovic hefur spilað 23 leiki í haust með því liði og er liðið sem stendur í efsta sæti í serbnesku fyrstu deildinni.  Vladan er reynslumikill markmaður en hann hefur spilað vel á þriðja hundrað leiki í efstu deildum í Serbíu.

Knattspyrnudeildin býður Vladan velkominn til Grindavíkur segir í tilkynningu.