Nýjast á Local Suðurnes

Vilja ekki að bæjarsjóður borgi auka strætó undir flóttafólk

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar telja að kostnaður við tímanundinn auka strætisvagn, sem fer svokallaðan Ásbrúarhring, eigi ekki að vera greiddur af bæjarsjóði. Ástæða fyrir því að vagni var bætt við er fjöldi flóttafólks á Ásbrú, að mati flokksins. Kostnaður við verkefnið er sjö milljónir króna.

Bókun Sjálfstæðisflokks:

„Sjálfstæðisflokkurinn telur að tímabundinn aukavagn á leið R3 með kostnaði uppá 7 milljónir eigi ekki að vera greitt af bæjarsjóði þar sem ástæða aukavagns er fjöldi flóttafólks er nýta sér þessa leið.“