Nýjast á Local Suðurnes

Ungur FH-ingur til liðs við Njarðvíkinga í fótboltanum

Arnar Helgi Magnússon er fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við knattspyrnulið Njarðvíkinga á árinu, hann verður tvítugur á árinu og kemur frá uppeldisfélagi sínu FH.

Arnar Helgi hefur æft með Njarðvíkingum frá því þeir hófu æfingar í nóvember síðastliðnum og var meðal annars í byrjunarliði Njarðvíkinga í öruggum 5-2 sigri í æfingaleik gegn KV á dögunum.