Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík tekur á móti Fylki í kvöld – Geta náð toppsætinu

Topplið Fylkis, í Inkasso-deildinni í knattspyrnu, kemur í heimsókn á Nettóvöllinn í Keflavík í kvöld. Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið, en Keflvíkingar eru í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Fylki og eiga því möguleika á toppsætinu með sigri.

Keflavíkurstelpur leika svo gegn ÍA á Nettóvellinum á föstudeginum. Keflavík er um þessar mundir í fjórða sæti deildarinnar en ÍA í því sjötta.

Báðir leikir hefjast klukkan 19:15.