Nýjast á Local Suðurnes

Fengu viðurkenningu fyrir besta vatnsbogann

Slökkvilismenn Isavia fengu skemmtilega viðurkenningu á dögunum, en þá var vatnsbogi sem þeir mynduðu yfir flugvél Icelandair á leið í fyrsta flugið til Tampa í Florida valinn sá besti yfir vél í fyrsta flugi.

Það var vefmiðillinn Anna.aero sem stóð fyrir valinu á besta vatnsboganum síðastliðinn mánuð og hrósaði fyrir sérstaklega fagmannleg vinnubrögð.