Nýjast á Local Suðurnes

United Silicon verður einn stærsti styrktaraðili Knattspyrnudeildar Keflavíkur

United Silicon (USi) hefur gert tveggja ára styrktarsamning við Knattspyrnudeild Keflavíkur og verður í kjölfarið einn stærsti styrktaraðili knattspyrnudeildarinnar.

Það voru þeir Jón G. Benediktsson formaður knattspyrnudeildarinnar og Helgi Þórhallsson forstjóri USi sem skrifuðu undir samninginn. Með samningnum er framhaldið eldra samstarfi USi og knattspyrnudeildarinnar en fyrirtækið hefur lýst vilja til að styðja við íþrótta- og félagslíf í Reykjanesbæ og þá sérstaklega við barna- og unglingastarfið.

Í samkomulaginu felst meðal annars að merki USi verður áfram á félagsbúningum og á kynningarefni Knattspyrnudeildar Keflavíkur og þá verður fánum United Silicon flaggað á leikdögum á vallarsvæði Keflavíkur.