Nýjast á Local Suðurnes

Andri Fannar snýr aftur til Njarðvíkur

Andri Fannar Freysson hefur samið um að leika með Njarðvíkingum eftir að hafa tekið eitt tímabil í Keflavík í fótboltanum.

Andra Fannar hefur spilað um 150 leiki fyrir Njarðvík í gegnum tíðina, segir í tilkynningu, og var fyrirliði liðsins frá 2017 til 2019.

Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur bíður spennt eftir að sjá Andra aftur í græna litnum en hann á eftir nýtast liðinu vel í baráttunni um sæti í B-deild á næsta tímabili, segir einnig í tilkynningunni.