Nýjast á Local Suðurnes

Sunny Kef opnar í hjarta Reykjanesbæjar

Ný sólbaðsstofa, Sunny Kef, opnaði í Reykjanesbæ á Ljósanótt. Stofan er staðsett í hjarta Reykjanesbæjar, við Hafnargötu 35.

Á Sunny Kef er boðið upp á einstaklega þægilegt og notalegt andrúmsloft og bekki frá framleiðandanum Megasun sem vart eiga sér hliðstæðu hér á landi. Um er að ræða tvær gerðir af bekkjum þar sem lögð er áhersla á mismunandi svæði líkamans.

Með notkun á öðrum bekknum, Beauty sun, er lögð áhersla á andlits og axlarsvæðið með byltingarkenndri SLT tækni (smart light technology). Ljóstæknin sameinar bæði sólargeisla fyrir brúnkuna auk sefandi og róandi fegrunarljósum í einu andlits og axlarljósi. Þessi bekkur gefur ferskt og fallegt útlit og er sérhannaður til þess að viðhalda  D vítamíni líkamans.

Hins vegar er um að ræða bekk, Extra sun, sem gefur öflugt sólarljós með mikla áherslu á UVB fyrir þá sem sækjast eftir aukinni brúnku og D vítamín framleiðslu. Þá er að auki í boði að kíkja í hefðbundinn eldri Ergoline affinity bekk.

Sunny Kef leggur einnig áherslu á að bjóða upp á gæða krem sem gott er að bera á sig fyrir og eftir ljósatíma þar sem mikilvægt er að gefa húðinni góðan raka þannig að hún meðtaki það sem ljósabekkurinn hefur upp á að bjóða.

Allar upplýsingar bekkina, kremin og stofuna er að finna á www.sunnykef.is og á Facebook Sunny Kef. Hægt er að panta ljósatíma í síma 568-2300.