Nýjast á Local Suðurnes

Sigrar hjá Keflavík og Njarðvík – Grindavík tapaði

Njarðvíkingar fengu frábæran stuðning frá stelpunum í yngri flokkum félagsins í Ljónagryfjunni í kvöld

Njarðvík, sem var spáð neðsta sætinu í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik heldur áfram að koma á óvart, en liðið lagði Stjörnuna að velli í Njarðvík í kvöld, 86-78. Cameron Tyson-Thomas er í fanta formi í upphafi tímabilsins, hún skoraði 34 stig í kvöld, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.

Keflvíkingar tóku á móti Haukum í TM-Höll sinni í Keflavík og höfðu nokkuð öruggan sigur, 73-52. Emelía Ósk Gunnarsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur í kvöld með 17 stig, hún tók 7 fráköst, var með 3 stoðsendingar og tvo stolna bolta.

Töluverð meiðsli hafa hrjáð Grindavíkurliðið að undanförnu og það setti strik í reikninginn þegar liðið lék gegn Borgarnesi á útivelli í kvöld. Liðið tapaði með átta stiga mun, 80-72.

Suðurnesjaliðin raða sér í 4.-6. sæti þegar þrjár umferðir eru búnar af mótinu, Njarðvíkingar í 4., með 4 stig, Keflvíkingar í því 5., einnig með 4 stig og Grindvíkingar eru í því sjötta, með 2 stig.

njardv korfub1

 

njardv korfub2