Nýjast á Local Suðurnes

Kostnaður vegna hvatagreiðslna eykst

Reykjanesbær hefur greitt tæplega 36 milljónir króna í hvatagreiðslur vegna íþrótta- og tómstunda barna það sem af er ári, en sveitarfélagið greiddi rúmlega 48 milljónir króna í sömu greiðslur yfir allt síðasta ár vegna rúmlega 1700 iðkenda .

Hvatagreiðslur voru hækkaðar úr 28.000 krónum í 35.000 krónur undir lok síðasta árs og því ljóst að kostnaður sveitarfélagsins vegna þessa málaflokks myndi hækka töluvert, en gera má ráð fyrir því að hann verði vel á áttunda tug milljóna króna í ár. Heildarkostnaður þessa málaflokks hefur verið um 50 milljónir ári undanfarin ár.

Þá hefur núverandi meirihluti gefið það út að stefnt sé að því að hækka hvatagreiðslurnar í 50.000 krónur fyrir lok kjörtímabilsins.