sudurnes.net
Kostnaður vegna hvatagreiðslna eykst - Local Sudurnes
Reykjanesbær hefur greitt tæplega 36 milljónir króna í hvatagreiðslur vegna íþrótta- og tómstunda barna það sem af er ári, en sveitarfélagið greiddi rúmlega 48 milljónir króna í sömu greiðslur yfir allt síðasta ár vegna rúmlega 1700 iðkenda . Hvatagreiðslur voru hækkaðar úr 28.000 krónum í 35.000 krónur undir lok síðasta árs og því ljóst að kostnaður sveitarfélagsins vegna þessa málaflokks myndi hækka töluvert, en gera má ráð fyrir því að hann verði vel á áttunda tug milljóna króna í ár. Heildarkostnaður þessa málaflokks hefur verið um 50 milljónir ári undanfarin ár. Þá hefur núverandi meirihluti gefið það út að stefnt sé að því að hækka hvatagreiðslurnar í 50.000 krónur fyrir lok kjörtímabilsins. Meira frá SuðurnesjumHeildarfasteignamat á Suðurnesjum hækkar um 6,8%Tap á rekstri Of Monsters And Men – Liðsmenn greiða sér 50 milljónir króna í arðFlottir búningar og miklir hæfileikar á Öskudagur got talentHagnaður Bláa lónsins rúmir 2 milljarðar – Seldu 115.236 lítra af bjór á síðasta áriTvöfalt fleiri strikuðu yfir nafn ÁsmundarStór árgangur kallar á stækkun leikskólaTekinn á rúmlega tvöföldum hámarkshraðaHeildarskuldir Keilissamstæðunnar komnar yfir 1,5 milljarð krónaEkkert smit en fjölgaði um 30 í sóttkvíTekinn grunaður um ölvunarakstur á 140 kílómetra hraða með barn í bílnum