Nýjast á Local Suðurnes

Tvöfalt fleiri strikuðu yfir nafn Ásmundar

Alls var strikað 377 sinnum yfir nafn Ásmundar Friðrikssonar í kosningum til Alþingis sem fram fóru í lok síðasta mánaðar, þetta eru rúmlega tvöfalt fleiri útstrikanir en í kosningunum sem fram fóru á síðasta ári, en þá var strikað 168 sinnum yfir nafn Ásmundar. Aðeins Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra fékk fleiri útstrikanir en Ásmundur, tæplega 500.

Sjálfstæðisfólk var duglegt við að strika yfir nöfn frambjóðenda sinna, en Páll Magnússon kom næstur í röðinni með tæplega tæplega 90 útstrikanir, en 70 strikuðu yfir nafn hans í kosningunum árið 2016, Vilhjálmur Árnason var svo strikaður út tæplega 40 sinnum. Á öðrum listum í kjördæminu var mun minna um útstrikanir, en Samfylkingarfólk strikaði yfir nöfn frambjóðenda í 50 tilvikum.