Rífa gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli

Ríkiskaup fyrir hönd Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar hefur óskað eftir tilboðum í niðurrif á gömlu flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli.
Verkið felst í niðurrifi á Háaleitishlaði 10 á Keflavíkurflugvelli sem er utan við öryggissvæðis Keflavíkurflugvallar. Heildarstærð hússins er um 7.750 fermetrar. Húsið var áður flugstöð og er á tveimur hæðum, auk þess sem undir hluta af húsinu er steinsteyptur kjallari.