Nýjast á Local Suðurnes

Á fjórða tug kvartana vegna mengunar – Leitað til læknis vegna einkenna

Vel á fjórða tug ábendinga og kvartana hafa borist Umhverfisstofnun undanfarna daga vegna lykt- og rykmengunar frá kíliverinu. Þá hefur Umhverfisstofnun upplýsingar um að að minnsta kosti einn einstaklingur hafi leitað til læknis vegna einkenna sem kunna að tengjast loftmengun á svæðinu að sögn Sigrúnar Ágústsdóttur sviðstjóra hjá stofnuninni. Þetta kemur fram á vef Reykjanesbæjar.

Fulltrúar frá Umhverfisstofnun munu mæta á fund bæjarráðs í næstu viku þar sem leitast verður við að svara þeim spurningum og vangaveltum sem munu berast þeim frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ, að sögn Sigrúnar. Hún hvetur íbúa bæjarins einnig til að láta í sér heyra svo hægt sé að fá góða yfirsýn yfir málið. Netfang Umhverfisstofnunar er ust@ust.is en einnig má senda ábendingar á vef stofnunarinnar, https://ust.is/hafa-samband/