Nýjast á Local Suðurnes

Fornbílaaðdáandi valdur að árekstri

Árekstur varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Ökumaður sem var á ferðinni kom auga á mikinn fjölda bifhjóla og fornbíla á bifreiðastæðinu við Olís við Fitjabakka og gleymdi sér við að horfa á flotann.

Ökumaðurinn ók þá aftan á aðra bifreið með þeim afleiðingum að flytja þurfi ökumann hennar með sjúkrabifreið undir læknis hendur.