Nýjast á Local Suðurnes

Fylgjast með loftgæðum í kringum athafnasvæðið í Helguvík

Orkurannsóknir ehf. hafa sett upp vefsíðuna andvari.is þar sem fylgst er með loftgæðum á þremur mælistöðvum í kringum athafnasvæðið í Helguvík. Mælistöðvarnar eru staðsettar á Leirunni, í Helguvík og við Mánagrund í Reykjanesbæ.

Mælistöðvar í Helguvík og Leirunni eru búnar sjálfvirkum veðurathugunarstöðvum sem mæla loftþrýsting, hitastig, vindhraða og vindáttir. Þar er einnig mælt svifryk ásamt köfnunarefnisoxíð (NO), köfnunarefnisdíoxíð (NO2) og brennisteinsdíoxíð (SO2), en á Mánagrund er einungis mælt brennisteinsdíoxíð.

Orkurannsóknir ehf. er sjálfstætt starfandi eining innan Keilis sem heldur utan um rekstur sérhæfðrar rannsóknaraðstöðu í húsnæði Keilis og veitir tilsvarandi rannsóknarþjónustu og ráðgjöf fyrir atvinnulíf í nærumhverfinu.