Nýjast á Local Suðurnes

Formaður Keflavíkur tekur þátt í áheitaleik Njarðvíkur og styrkir sína menn vel í leiðinni

Fjölmargir hafa tekið þátt í áheitaleik Knattspyrnudeildar Njarðvíkur, en leikurinn fer fram á Facebook og gefst þátttakendum kostur á að styðja við knattspyrnudeildina með því að líka við eða setja ummæli við stöðuuppfærslur á samfélagsmiðlinum vinsæla.

Nágrannarnir í Keflavík hafa verið duglegir að taka þátt í leiknum og þar er Jón Ben., formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur engin undantekning, en hann tók áskorun frá framkvæmdastjóra Njarðvíkinga. Jón tók leikinn þó skrefinu lengra en flestir og hét einnig á sína menn í Keflavík, en þeirri deild mun hann gefa fimm sinnum þá upphæð sem hann safnar fyrir Njarðvíkinga.

Þegar þetta er ritað hefur Jón safnað um 2.500 krónum fyrir Njarðvíkinga og því munu um 12.500 krónur, hið minnsta, renna til Keflvíkinga.

Stöðuuppfærslu Jóns er að finna hér fyrir neðan og er um að gera að skella á hana eins og einu læki og kommenti.