Nýjast á Local Suðurnes

Hæsta eldsneytisverð í heimi á Suðurnesjum

Suðurnesjamenn búa við hæsta eldsneytisverð í heimi, samkvæmt vefsíðunni Global petrol prices, sem kannar verð á eldsneyti flestra landa heimsins vikulega. Í byrjun árs greiða íbúar Suðurnesja næsthæsta bensínverð í heimi og hæsta díselverðið, sé miðað við sjálfsafgreiðslu án afslátta.

Ódýrasti líterinn af bensíni kostar 208,80 krónur, á Suðurnesjum, samkvæmt vef GSMbensín og verð á díselolíu er ódýrast 200,80 krónur og er það verið sem stuðst er við á vef Global petrol prices. Ódýrasti eldsneytislíterinn á landinu er hins vegar seldur í Costco, á um 20 krónum lægra verði.

Ódýrasti bensínlíterinn hjá hefðbundnum eldsneytissölum á höfuðborgarsvæðinu er 196,80 krónur og á dísel 187,80 krónur.