sudurnes.net
Mikilvægum áfanga náð í djúpborunarverkefni á Reykjanesi - Local Sudurnes
Borhola IDDP djúpborunarverkefnisins á Reykjanesi, RN-15/IDDP-2 er nú dýpsta borhola á Íslandi, þar með er mikilvægum áfanga náð í íslenska djúpborunarverkefninu. Borholan RN-15/IDDP-2 á Reykjanesi er nú orðin rúmlega 3.600 m djúp og þar með fyrir nokkru orðin dýpsta borhola á Íslandi. Holan er staðsett á vinnslusvæði Reykjanesvirkjunar og er stefnuboruð. IDDP djúpborunarverkefnið á Reykjanesi sem er leitt af HS Orku er umfangsmikið alþjóðlegt samvinnuverkefni. Að verkefninu standa HS Orka, Statoil í Noregi, Landvirkjun, Orka Náttúrunnar, Orkustofnun, innlendir og erlendir háskólar og rannsóknarstofnanir. Íslenska djúpborunarverkefnið var stofnað árið 2000 og voru stofnendur þess HS Orka, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Orkustofnun. Meira frá SuðurnesjumLokað fyrir heita vatnið annað kvöld í öllum sveitarfélögunum nema GrindavíkAkstur með úrgang um Reykjanesbraut hefur margfaldastKeflavík semur við unga og efnilega leikmennKynningarfundur húsnæðissamvinnufélags – Nýjar íbúðir gætu verið klárar á 10 mánuðumBjörgunarsveitin Þorbjörn býður í tertuveislu!Gjaldskrá strætó hefur verið ákveðin – Árgjald fyrir börn verður 2000 krónurKertatónleikar Karlakórs Keflavíkur á þriðjudagGuðjón Árni tekur við VíðiVíkingaheimar til söluEiríkur og Ágúst Íslandsmeistarar í rallycrossi