Nýjast á Local Suðurnes

Líkur á eldingum næstu daga – Veður fer kólnandi

Í dag byrjar að kólna í veðri og má búast við að skúrirnar sunnan- og vestantil breytist yfir í él þegar líður á daginn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings um veðurhorfur í dag og í kvöld.

Það heldur síðan áfram að kólna í vikunni og fram á fimmtudag er útlit fyrir suðlæga eða suðvestlæga átt með éljum eða snjókomu sunnan- og vestanlands.

Þá hefur fréttastofa Rúv eftir veðurfræðingi að nokkuð hafi verið um eldingar í gær suðvestanlands og að loftið sé áfram nógu óstöðugt til að bjóða jafnvel upp á fleiri eldingar í dag og næstu daga.