Nýjast á Local Suðurnes

Vægi Icelandair á Keflavíkurflugvelli dregst saman þrátt fyrir stækkun á leiðakerfi

Mynd: Icelandair

Að jafnaði voru farnar 85 áætlunarferðir á dag frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí en til samanburðar var meðaltalið 65 ferðir í júlí í fyrra og 56 á sama tíma árið 2014 samkvæmt talningum Túrista.

Aukningin á milli ára er því umtalsverð og munar þar einna mestu um fjölgun ferða Icelandair og WOW air en eins hafa fleiri erlend flugfélög bætt Íslandi við leiðakerfi sín og sum eru farin að fljúga hingað frá fleiri en einum stað, vægi Icelandair dregst þannig saman þrátt fyrir að leiðakerfi félagsins hafi aldrei verið eins stórt og eins fer easyJet úr þriðja í fimmta sæti yfir stærstu flugfélögin. .

Tölur Túrista eru byggðar á fjölda brottfara frá Keflavíkurflugvelli en eins og gefur að skilja eru þotur flugfélaganna misstórar og því geta sum þeirra flutt mun fleiri farþega í hverri ferð en önnur. Íslensku félögin tvö eru til að mynda þau einu sem notast við breiðþotur í flugi til og frá Íslandi.

Á vef Túrista er að finna súlurit og nánari upplýsingar um þau félög sem fljúga til og frá landinu.