Nýjast á Local Suðurnes

Stofnfundur húsnæðissamvinnufélags á fimmtudag – Meira húsnæðisöryggi en þekkst hefur

Fimmtudaginn 14. september næstkomandi verður haldinn stofnfundur húsnæðissamvinnufélagsins, Íbúðafélag Suðurnesja hsf. sem er óhagnaðardrifið leigufélag (non profit), þar sem félagsmenn geta leigt húsnæði á lægra verði en gengur og gerist á almennum markaði.

Íbúðir félagsins verða aðeins í útleigu og ekki verður hægt að selja þær út úr félaginu, segir í tilkynningu. Um er að ræða langtíma leiguréttaríbúðir sem veita meira húsnæðisöryggi en áður hefur þekkst hér á landi, en svipuð félög eru með um það bil 20% af húsnæðismarkaði á hinum Norðurlöndunum, segir í tilkynningunni.

Fundurinn verður haldinn í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ og hefst klukkan 20.00.

Dagskrá fundarins er;
1.      Fundur settur og lagt til við fundinn skipan fundarstjóra.
2.      Kynning á húsnæðissamvinnufélagi.
3.      Tillögur að Lögum félagsins lagðar fram og óskað eftir samþykkt fundarins.
4.      Tillaga undirbúningshóps að stjórn og framkvæmdastjóra félagsins og óskað eftir samþykkt fundarins.
5.      Önnur mál