Nýjast á Local Suðurnes

Gunnar Helgason les upp úr nýrri bók á uppskeruhátíð sumarlesturs

Gunnar Helgason rithöfundur og leikari verður gestur uppskeruhátíðar sumarlesturs í ár. Hann mun lesa upp úr glænýrri barnabók sem er ekki enn komin á almennan markað. Hún heitir Mamma klikk. Dagskráin hefst klukkan 17:00 í dag, þriðjudaginn 15. september.

Samtals 363 börn skráðu sig til þátttöku í sumarlestursbingói Bókasafnsins sem er frábær þátttaka. Börnin voru dugleg að lesa og enn duglegri að fylla út skemmtileg bingóspjöld og setja í þátttökukassann. Sex duglegir lesara voru dregnir út í þrjú skipti og fengu bókaverðlaun.

Allir eru velkomnir á uppskeruhátíðina, en þátttakendur sumarlestursins eru sérstaklega boðnir velkomnir.