Nýjast á Local Suðurnes

“Hættur að skríða á eftir opinberum aðilum”

Tómas J. Knútsson vill stuðning við Bláa herinn

Tómas J. Knútsson stofnandi Bláa hersins segist á Facebook-síðu sinni vera hættur að skríða á eftir opinberum aðilum og óskar eftir stuðningi Alþingis við Bláa herinn í eitt skipti fyrir öll.

Núna er svo komið að ég ætla ekki að skríða á eftir opinberum aðilum né öðrum þeim sem vita að þeim ber að hafa þessa hluti í lagi.Eftir 20 ára baráttu og mjög erfiðar hafnanir oft á tíðum frá samfélaginu legg ég til að Blái herinn fái í eitt skipti fyrir öll þann stuðning sem hann biður um frá Alþingi. Ef hugarfar þeirra sem ég leita til framvegis er alltaf það að EXCEL skjalið ræður þá komumst við aldrei frá þessu með sóma. Segir Tómas meðal annars í Facebook færslu sem hann birti um helgina.

Þar kemur einnig fram að Blái herinn hafi í ár hreinsað þrjá kílómetra af strandlengu svæðisins, samtals rúmlega 4 tonn af rusli voru urðuð og naut Blái herinn aðstoðar um 100 manns við verkið auk þess sem Gámaþjónustan og Sorpa lögðu til eyðingu ruslsins.

blai herinn sjalfboðalidar

Um 100 manns hafa komið að verkefnum Bláa hersins í ár – Mynd: Tómas J. Knútsson

Þingmaður Suðurkjördæmis bregst við kallinu

Oddný Harðardóttir þingmaður Suðurkjördæmis sendi Tómasi skilaboð í tengslum við færslu þess síðarnefnda þar sem hún segist meðal annars hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem ríkisstjórninni var falið að finna leiðir til að draga úr plastpokanotkun.

 Ég er búin að leggja fram þingsályktunartillögu ásamt fleirum sem var samþykkt og ríkissjórnin er væntanlega að vinna að henni, segir Oddný.