Nýjast á Local Suðurnes

Kaffitár lokar í Smáralind og opnar í Perlunni

Verksmiðja Kaffitárs í Reykjanesbæ

Kaffitár hefur opnað kaffihús á 4. hæð í Perlunni, um er að ræða sjöunda kaffihús fyrirtækisns sem rekur auk þeirra tvö bakarí undir nafninu Kruðerí. Framkvæmdum við kaffihús fyrirtækisins lýkur í maí og er því um bráðabirgða kaffihús að ræða. Í maí opnar fyrirtækið kaffihús og veitingastað á 5.hæðinni. Opið er frá 10-18 alla daga.

Þá lokaði Kaffitár kaffihúsi sínu í Smáralind í lok janúar, en fyrirtækið hafði verið með starfsemi í Smáralind um nokkura ára skeið..