Nýjast á Local Suðurnes

Mikil eftirspurn eftir beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli til Hong Kong

Eftirspurnin eftir beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli til Hong Kong virðist ekki vera lítil, ef eitthvað er að marka flugvefinn Anna.aero, en vefurinn valdi flugleiðina á milli Keflavíkurflugvallar og Hong Kong óflognu flugleið vikunnar.

Leitað var að flugi þessa leið oftar en 230.000 sinnum á síðustu tólf mánuðum á vefnum Skyscanner, en vefurinn, sem er notaður af um 60 milljón manns á mánuði, er einn sá vinsælasti í heimi í þessum geira.

Þá kemur fram í úttekt Anna.aero að Reykjavík sé að skáka mörgum vinsælum ferðamannastöðum þegar leitað er að áfangastöðum á vefnum, en notkun á Reykjavík sem leitarorði hefur aukist um 81% á undanförnum þremur árum.