Reykjanesbraut og Keflavíkurflugvelli lokað

Reykjanesbraut hefur verið lokað vegna eldgossins sem hófst í Fagradalsfjalli nú í kvöld. Þá hefur flugumferð um Keflavíkurflugvöll verið stöðvuð.
Ekki er vitað hversu lengi brautin verður lokuð, en lokað verður fyrir flugumferð næstu 40 mínútur samkvæmt því sem Víðir Reynisson, fulltrúi Almannavarna sagði í samtali við fréttastofu RÚV.
Almannavarnir biðla til fólks að vera ekki að fara á staðinn.