Nýjast á Local Suðurnes

Skorar á bæjaryfirvöld að flytja aðalsvæði UMFN í Innri-Njarðvík

Ólafur Eyjólfsson, formaður Ungmennafélags Njarðvíkur, skorar á bæjaryfirvöld að flytja aðalsvæði félagsins og byggja nýtt íþróttahús í Dalshverfi í Innri-Njarðvík. Ólafur bendir á að íþróttahúsið í Njarðvík, sem UMFN hefur til umráða sé orðið of lítið undir starfsemi félagsins.

Áskorun Ólafs var móttekin á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs sveitarfélagsins á síðasta fundi þess, en samkvæmd fundargerðum var ekki tekin afstaða til málsins.

“Áskorun til bæjaryfirvalda um nýtt íþróttahús í Dalshverfi(2017090029)
Erindi frá Ólafi Eyjólfssyni formanni UMFN þar sem að hann bendir á að íþróttahúsið í Njarðvík sé fyrir löngu sprungið. Hann skorar á bæjaryfirvöld að byggt verði fullvaxið íþróttahús sem tengist við íþróttahús nýja skólans í Dalshverfi og að aðalsvæði UMFN verði staðsett við nýja skólasvæðið í Dalshverfi. Erindi móttekið.” Segir í fundargerðinni.