Nýjast á Local Suðurnes

Keflavíkurstúlkur hefja leik í Domino’s deild á ný

Dom­in­os-deild kvenna í körfu­knattleik fer af stað á ný á laug­ar­dag, samkvæmt heimasíðu KKÍ, en þá eig­ast við Skalla­grím­ur og Kefla­vík í Borg­ar­nesi klukk­an 16:15. 

Ekki hefur verið leikið í deild­inni síðan 3. októ­ber, þegar öllu móta­haldi KKÍ var frestað vegna aðgerða stjórn­valda í bar­átt­unni við kór­ónu­veiruna. 

Kefla­vík á einnig næsta leik þar á eftir og þá gegn Snæ­felli. Eftir það taka við lands­leik­ir og hlé verður gert á deild­inni á ný. Kefla­vík hefur leikið einn leik, sigurleik gegn KR. 

Samkvæmt vef KKÍ hefst keppni í Domino’s deild karla þann 13. nóvember.