Nýjast á Local Suðurnes

Hæsta fasteignaverðið í Vogum

Fermetraverð í fjölbýli er orðið hæst í Vogum á Vatnsleysuströnd af sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Mest hækkun á milli ára er þó í Garði í Suðurnesjabæ.

Þetta kemur fram í óformlegri rannsókn vefmiðilsins DV á fasteignaverði á landinu. Rannsókn DV er byggð á upplýsingum úr vefsjá matssvæða hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun.

Samkvæmt rannsókninni er fasteignaverð hátt á Suðurnesjum, en hæsta fermetraverðið má finna í Vogum í Vatnsleysuströnd, 560 þúsund, sem er jafn framt næst höfuðborgarsvæðinu.

Í Reykjanesbæ er verðið hærra í Njarðvík (554) en í Keflavík (528) en allra lægst er það þó á Ásbrú (445).

Fasteignaverð í Grindavík er 471 þúsund í Grindavík og hækkaði verðið um 3,1 prósent á milli ára.

Mestu hækkanirnar eru hins vegar í Garðinum (365), 14,6 prósent og 10,1 prósent í Sandgerði (374).