Nýjast á Local Suðurnes

Áhrifavaldur fer vel af stað í bílastæðabransanum – Geyma um þúsund bíla á mánuði

Bílastæðaþjónustan Park and fly, sem þjónustar farþega á Keflavíkurflugvelli fer vel af stað, en fyrirtækið sem er í eigu SnapChat áhrifavaldsins Reynis Bermann hefur þjónustað um eitt þúsund ferðalanga á fyrsta starfsmánuðinum.

Frá þessu greinir Reynir á SnapChat, en hann er afar duglegur við að deila daglegum gjörðum sínum með fylgjendum sínum á miðlinum. Reynir segir fyrirtækið hafa þjónustað um 900 viðskiptavini með geymslu á bílum og á fjórða hundrað viðskiptavinum með þrif á bílum. Reynir er sem fyrr segir afar duglegur á samfélagsmiðlunum og greinir meðal annars frá því að öryggiskerfi fyrirtækisins sé fyrsta flokks og margoft hefur komið fram að aðeins sé boðið upp á lokuð, varin og upplýst geymslusvæði.

Þjónustuferli fyrirtækisins virkar líkt og hjá öðrum fyrirtækium í þessum geira, viðskiptavinir bóka bílastæði á heimasíðu eða í gegnum app og bíllinn er sóttur við flugstöðina. Greitt er þjónustugjald og svo daggjald fyrir þjónustuna.