Nýjast á Local Suðurnes

Nýr meirihluti kynntur í Reykjanesbæ – Kjartan Már verður áfram bæjarstjóri

Friðjón Einarsson, Samfylkingu verður formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og Jóhann Friðrik Friðriksson, Framsóknarflokki  verður forseti bæjarstjórnar fyrstu tvö ár kjörtímabilsins en Guðbrandur Einarsson, Beinni leið, verður forseti bæjarstjórnar seinni tvö ár kjörtímabilsins, samkvæmt samkomulagi flokkanna þriggja sem skipa nýjan meirihluta í Reykjanesbæ.

Þá verður Kjartan Már Kjartansson, sem gengt hefur starfi bæjarstjóra undanfarin ár endurráðinn. Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar verður haldinn þann 19. júní næstkomandi.