sudurnes.net
Ætlaði að verða næsti Pavarotti en varð Konungur götunnar - Local Sudurnes
Kvart­mílu­klúbbur­inn stóð fyr­ir árlegri keppn­i sinni, „King of the street“, eða Kon­ung­ur göt­unn­ar, á at­hafna­svæði sínu í Kap­ellu­hrauni í blíðskapar veðri fyrir viku síðan. Elmar Þór Hauksson Að þessu sinni var nýtt ­fyr­ir­komu­lag á keppninni sem reyndi meira á öku­mann­inn og fólst aðallega í breytingum á ljósum en það gerir mönn­um erfitt fyr­ir að ná að draga andstæðing­inn uppi þótt þeir hafi meira afl. Þetta fyrirkomulag kom sér vel fyrir Suðurnesjamanninn Elmar Þór Hauksson sem gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina á 700 hestafla Plymouth Valiant bíl sínum sem er árgerð 1969, með 505 kúbik tommu vél og 2 gira powerglide skiptingu. “Breytingarnar á keppnisfyrirkomulaginu hentuðu mér mjög vel,” sagði Elmar, “en þær fólust í því að vegalengdin var stytt, niður í 1/8 úr kvartmílu, en var áður 1/4. og einnig var start ljósunum breytt í svo kallað pro tree, þá kvikna öll 3 gululjósin í einu og svo græna. en ef startað er af stað á venjulegum ljósum þá telja 3 gululjósin niður eitt af öðru og svo græna, maður getur undirbúið sig betur og verið betur klár þegar græna kviknar.” “Ég vann þetta vegna þess að keppinauturinn var ekki nægilega fljótur á ljósunum af stað, hann sofnaði á ljósunum. Samkvæmt öllu hefði [...]