Nýjast á Local Suðurnes

Skórnir á hilluna hjá Nico

Nico Richotti, leikmaður Njarðvíkur í körfuknattleik, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Þetta kemur fram í afar flottu myndbandi sem hann deildi á samfélagsmiðlinum Instagram.

Nico er 36 ára gamall og hefur leikið með Njarðvík frá árinu 2021, en þar á undan átti hann farsælan feril á Spáni, þar sem hann lék og vann fjölda titla meðal annars með Tenerife.