Nýjast á Local Suðurnes

Alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut – Búast má við töfum á umferð

Al­var­legt um­ferðarslys varð á Reykja­nes­braut­, í námunda við álverið í Straumsvík, klukkan rúmlega sjö í morg­un. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu er talið að tvær bif­reiðar hafi skollið sam­an.

Þetta kemur fram á vef mbl.is, en þar segir að talið er að þrír séu al­var­lega slasaðir eft­ir árekst­ur­inn og beita þarf klipp­um til að ná fólk­inu út úr bíl­un­um.

Bú­ast má við um­ferðart­öf­um á Reykja­nes­braut.