Alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut – Búast má við töfum á umferð

Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut, í námunda við álverið í Straumsvík, klukkan rúmlega sjö í morgun. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er talið að tvær bifreiðar hafi skollið saman.
Þetta kemur fram á vef mbl.is, en þar segir að talið er að þrír séu alvarlega slasaðir eftir áreksturinn og beita þarf klippum til að ná fólkinu út úr bílunum.
Búast má við umferðartöfum á Reykjanesbraut.