Nýjast á Local Suðurnes

Mikill áhugi í forvali Kadeco

Fimm fjölþjóðleg teymi hafa verið valin til áframhaldandi þátttöku í forvali Kadeco um þróunaráætlun fyrir 55 hektara svæði umhverfis Keflavíkurflugvöll. Alls bárust í samkeppnina tillögur frá 25 teymum og hvert þeirra samanstendur af sex til tíu fyrirtækjum.

Á meðal umsækjenda eru virtustu og stærstu fyrirtæki heims á sínu sviði og er það til marks um áhugann sem verkefnið hefur vakið á alþjóðavísu, segir í tilkynningu.

Næstu mánuði munu teymin fimm sem komust áfram í forvali samkeppninnar vinna sínar tillögur áfram. Tilkynnt verður um sigurvegara og vinningstillögu samkeppninnar undir lok ársins 2021.