Nýjast á Local Suðurnes

Ökumaður undir áhrifum lyfjakokteils ók á miklum hraða aftan á tjaldvagn

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Að venju var nóg um að vera í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Síðastliðinn föstudag var bifreið ekið á miklum hraða aftan á tjaldvagn  sem dreginn var af annarri bifreið á Reykjanesbraut við Kúagerði. Ekki urðu meiðsl á ökumönnum sem voru einir í bifreiðum sínum en grunur vaknaði um að sá sem ók aftan á tjaldvagninn væri undir áhrifum vímuefna. Lögreglan á Suðurnesjum færði hann því á lögreglustöð þar sem sýnatökur staðfestu neyslu hans á kannabisefnum, amfetamíni, kókaíni og ópíumblönduðu efni. Fjarlægja varð bæði ökutækin svo og tjaldvagninn af vettvangi með dráttarbifreið.

Þá var annar ökumaður færður á lögreglustöð vegna gruns um fíkniefnaakstur. Sá grunur reyndist á rökum reistur. Hinn þriðji, sem lögregla hafði afskipti af, reyndist vera undir áhrifum áfengis við aksturinn.