Nýjast á Local Suðurnes

Brutust inn í golfskála, æfðu sveifluna og hentu svo þýfinu í sjóinn

Lögreglan á Suðurnesjum hafði síðastliðinn föstudag hendur í hári fimm pilta sem gerst höfðu sekir um innbrot, eignaspjöll og þjófnað, með því að brjótast inn í golfskálann í Leiru og aðstöðu golfklúbbs Sandgerðis.

Fjórir þeirra brutust inn í golfskálann í Leirunni, meðan einn var á verði, og  stálu þaðan fimm fötum fullum af golfkúlum. Því næst var haldið til Sandgerðis þar sem brutust inn í skúr sem tilheyrir golfskálanum þar og stálu nokkrum golfkylfum og spreybrúsum. Þá lá leiðin niður að Sandgerðisbryggju þar sem þeir hófu að slá golfkúlurnar af bryggjunni og út í sjó. Þegar kúlurnar voru uppurnar fleygðu þeir því sem eftir var af þýfinu, þ.e. kylfunum og spreybrúsunum í sjóinn.