sudurnes.net
Skerða þjónustu hjá Strætó - Local Sudurnes
Þjón­usta hjá Strætó á lands­byggðinni mun frá og með morg­un­deg­in­um skerðast tíma­bundið vegna COVID-19-far­ald­urs­ins. Farþegum al­menn­ings­vagna á lands­byggðinni hef­ur fækkað um 75% yfir síðustu vik­ur og Vega­gerðin neydd­ist því til þess að draga úr akstri. Hér fyr­ir neðan má finna upp­lýs­ing­ar um breytta áætl­un hjá Strætó sem hefur áhrif á Suðurnesin: Suður­nes Leið 55: Reykja­vík – Kefla­vík­ur­flug­völl­ur Leiðin mun aka skv. laug­ar­dags­áætl­un alla daga á meðan skerðing­in er í gildi. Leið 87: Vog­ar – Voga­af­leggj­ari Eng­in skerðing þar til annað verður til­kynnt. Leið 88: Grinda­vík – Reykja­nes­bær Leiðin mun aka skv. laug­ar­dags­áætl­un alla daga á meðan skerðing­in er í gildi. Ferðum kl. 07:24 frá Grinda­vík og kl. 07:50 frá Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja verður bætt við áætl­un­ina á virk­um dög­um. Leið 89: Reykja­nes­bær – Garður – Sand­gerði Ferðirn­ar kl. 22:10 frá Miðstöð og kl. 22:34 frá Sand­gerði verða ekki ekn­ar á meðan skerðing­in er í gildi. Eng­in þjón­usta verður á leiðinni um helg­ar á meðan skerðing­in er í gildi. Meira frá SuðurnesjumVetraráætlun Strætó tekur gildi þann 16. ágústHvasst á brautinni – Reykjavíkurstrætó stopparVegagerðin tekur yfir ábyrgð á almenningssamgöngumSkerðing á starfsemi Reykjanesbæjar vegna heitavatnsleysisAnnað sætið tryggði Söru sex milljónir krónaNágrannaslagur í Grindavík í kvöld – Pylsupartý og flottir stuðlar í tippinu!Stöðvaður á [...]