Nýjast á Local Suðurnes

Bæjarstjóri fundar á meðan landsleikur við Austurríki fer fram

Bæjarstjóri og bæjarritari Reykjanesbæjar munu funda með fulltrúum nefndar Evrópuþingsins um málefni tengd sjálfstæði sveitarfélaga í ríkjum Evrópusambandsins, fundurinn hefst klukkan 15.45 og mun standa í um klukkustund og er því ljóst að fundarmenn munu missa því af fyrri hálfleik í leik Íslands og Austurríkis á EM sem fram fer klukkan 16.00 í dag.

Bæjarstjóri greindi einnig frá því að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hafi ekki tekist að fá fundartímanum breytt, en sá aðili sem fyrir nefndini fer mun vera Hollendingur.

Bæjarstjóri greindi frá þessum á fundi bæjarstjórnar í gær og notaði tækifærið til að bjóða þeim bæjarfulltrúum sem áhuga hefðu á málefninu að mæta á fundinn. Bæjarstjóri uppskar hlátur frá bæjarfullrúum við þetta góa boð en upptöku af fundinum má finna hér, en málið er rætt á 25. mínútu fundarins.