Nýjast á Local Suðurnes

Eldur kom upp í afísingarbíl á Keflavíkurflugvelli

Eldur kom upp í afísingarbíl á vegum ACE handling við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. Slökkvilið Isavia var kallað út vegna eldsins, en starfsmaður ACE handling hafði slökkt eldinn með duftslökkvitæki í þann mund sem slökkviliðið kom á vettvang, að sögn Guðna Siguðssonar upplýsingafulltrúa Isavia.

Unnið var við afísingu á flugvél þegar eldurinn kom upp, en ekki var talin hætta á ferðum og ekki þurfti að rýma flugvélina vegna atviksins.